We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Ungfrú Ísland

by Kvikindi

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $8 USD  or more

     

1.
Er eitthvað slæmur mórall, eitthvað hvílir á þér? Er það kannski allt sem þú vilt ei segja mér? Ertu eitthvað á bömmer? Ertu eitthvað miður þín? Er það kannski skiptið - þú drakkst of mikið vín? Ertu með eftirsjá? Allt sem þú hefur gert Ertu alveg týndur í því hver þú ert? Ertu eitthvað blúsuð? Reið við sjálfa þig? Smá djömmuð og djúsuð? Allt virðist búið? Það verður allt í lagi, reddast allt og verður allt í lagi. Það leystast öll vandamál Hugsa á morgun: „Þetta er ekkert mál!“ Það verður allt í lagi, kannski ekki frábært en í lagi. Verður allt í lagi og í kvöld erum við öll Ungfrú Ísland. Verður allt í lagi og í kvöld erum við öll Ungfrú Ísland. Er eitthvað slæmur mórall, eitthvað hvílir á þér? Er það kannski allt sem þú vilt ei segja mér? Ertu eitthvað á bömmer? Ertu eitthvað miður þín? Er það kannski skiptið - þú drakkst of mikið vín? Ertu með eftirsjá? Allt sem þú hefur gert Ertu alveg týndur í því hver þú ert? Ertu eitthvað blúsuð? Reið við sjálfa þig? Smá djömmuð og djúsuð? Allt virðist búið? Veistu ekkert hvert líf þitt stefnir? Áttu aldrei hreina sokka? Finnst þér draumarnir þínir vera að renna út í sandinn? Liðu enn önnur áramót þar sem þú byrjaðir ekki að hreyfa þig? Hefurðu áhyggjur af loftslagsmálum en gerir ekkert í því? Ertu ennþá að hugsa um samtöl sem þú áttir í grunnskóla? Nærðu aldrei að borga leiguna þína á réttum tíma? Ertu búin að maxa yfirdráttinn þinn? Ertu síðasta einhleypa manneskjan í Reykjavík? Fórstu heim með gaur af Kaffibarnum? Mættirðu seint alla daga vikunnar? Ég veit þér finnst eins og allir viti hvað þeir eru að gera nema þú en.. það skiptir allt engu máli. Það verður allt í lagi, reddast allt og verður allt í lagi. Það leystast öll vandamál Hugsa á morgun: „Þetta er ekkert mál!“ Það verður allt í lagi, kannski ekki frábært en í lagi. Verður allt í lagi og í kvöld erum við öll Ungfrú Ísland. Það verður allt í lagi, reddast allt og verður allt í lagi. Það leystast öll vandamál Hugsa á morgun: „Þetta er ekkert mál!“ Það verður allt í lagi, kannski ekki frábært en í lagi. Verður allt í lagi og í kvöld erum við öll Ungfrú Ísland. Lagi, góðu lagi og í kvöld erum við öll Ungfrú Ísland. Lagi, allt í lagi og í kvöld erum við öll Ungfrú Ísland.
2.
Jagúar 04:50
Ó, Jagúar, hvað ertu að spá? Viltu ekki vera mér hjá, fara úr skónum og undir sæng? Ó, Jagúar, þú ert svo klár og með svo frábært hár. Svo líka sátt við sjálfa þig. Ó, Jagúar, hvernig ferðu að um helgar, alein af stað? Þú ert svo sjálfsörugg. Elskarðu bara allt sem hreyfist? Gerirðu bara allt sem leyfist? Er í lagi að ég kalli þig vin? Segðu mér svo aðeins frá þér. Ertu kannski alveg frá þér? Ég er það að minnsta kosti. Ó, Jagúar, hvað ertu að spá? Viltu ekki vera mér hjá, fara úr skónum og undir sæng? Elskarðu bara allt sem hreyfist? Gerirðu bara allt sem leyfist? Er í lagi að ég kalli þig vin? Segðu mér svo aðeins frá þér. Ertu kannski alveg frá þér? Ég er það að minnsta kosti. Segðu mér allt sem þú vilt heyra Segðu mér allt sem þú vilt gera Segðu mér allt sem að þig langar til Hvar stendurðu í pólítík? og viltu ekki verða rík? og viltu líka bjarga heiminum? Ó, Jagúar, hvað ertu að spá? Viltu ekki vera mér hjá, fara úr skónum og undir sæng? Ó, Jagúar, hvert settirðu hann? Fórst heim með þeim sem ég ann. Hann svarar ekki síðan þá? Ó, Jagúar, hvað ertu að spá? Ég veit alveg hvað gengur á, fórst úr hárum á sófann minn.
3.
Þú veist þú togar í mig þegar þú þarft ást. Ég er Mefistóþeles og þú ert Faust. Við tvö skautum yfir tilfinningarnar. Ég er hætt fyrir löngu að finna þær. Þú ert efst á Messenger. Það fer mikið fyrir þér í hausnum á mér. Þú víkur aldrei frá mér. Sagan okkar er kannski ekki stórbrotin. Samt er síðasti kaflinn enn ólokinn. Erum tvær vatnaliljur í gróðurmold. Verðum aldrei Tristam og Ísold. Ég er að dansa og hlæja og skemmta mér. Þú ert að draga mig niður og kvarta í mér. Þú vilt fara heim að horfa á Netflix. Ég er að anda og njóta hvers augnabliks. Þú ert efst á Messenger. Það fer mikið fyrir þér í hausnum á mér. Þú víkur aldrei frá mér.
4.
Þú sækir mig á stóra bílnum þínum sem er reyndar alveg eins og bíll fyrrverandi kærasta míns en hann var rauður, það skiptir engu þú ert ekkert eins og hann. Keyrum eitthvert skiptir ekki, ekki "maps"-a, rötum sjálf. Einhver höfn fyrir utan Reykjavík. Horfum á ekkert spes sólsetur út um bílrúðuna. Mér finnst það eitthvað rómó þó þetta sé ekkert rómó. Ég snerti höndina þína en þori ekki að leiða þig, þú tekur um mig og ég roðna en ég reyni að fela það. Göngum um, villumst saman, sofum saman einhversstaðar þar sem enginn sér eða einhver sér - Mér er alveg sama. Ég held að enginn kunni að lifa nema ég og þú. Ég horfi á þig og ég geisla. Finnst ekkert fallegra en þú. Snertingar skjóta gneista. Hvað ætli við gerum nú? Þú sækir mig á stóra bílnum þínum sem að minnir mig alltaf á bíl fyrrverandi kærasta míns, æ, sorry með mig. En stundum ertu reyndar dáldið eins og hann. Haltu í mig ekki fara, gerum eitthvað af því bara, bara af því að ég elska þig. Ekki fara frá mér, aldrei fara frá mér. Ég horfi á þig og ég geisla. Finnst ekkert fallegra en þú. Snertingar skjóta gneista. Hvað ætli við gerum nú? Ég held að enginn kunni að lifa nema ég og þú.
5.
Ég sigra heiminn á hverjum degi og kem svo heim að tómu rúmi.
6.
Beta 03:39
Geng niður götu sé gular regnhlífar. Finnst ég sjá þig þar en ég stoppa mig af. Tala við alla, enginn nærri eins og þú. Vildi að þú værir hér. Allt er fornmynjar, fornmynjar um þig. Regnbogar allir virðast stara á mig. Ég vildi oftast bara herma eftir þér. Vildi að þú værir hér. Sit hérna á kaffihúsinu. Fólk horfir og veit ekki að hver ég er og hvað ég er hverfist nú um allt það sem þú varst. Það má þó vera og gera hvað sem er. Ég verð á meðan milli þín og þeirra. Ég vona að þú vitir hvað ég elska þig heitt. Vildi að þú værir hér. Af hverju að deyja í burtu frá mér? Vildi að þú værir hér.
7.
8.
Okei 04:25
Mér er sama hvað öllum finnst. Ég geri það sem mér sýnist. Ég er viss um hver ég er. Ég er allt sem þóknast þér. Ég geri allt fyrir ástina. Ég elska að elska fávita. Ég verð ein að eilífu. Ég er samt smá hrædd í myrkrinu. Sálfræðingurinn segir ég sé okei. Þerapistinn minn segir ég sé okei. Sponsorinn minn segir ég sé okei. Vinir mínir segja ég sé okei. Skiljanlega er ég smá skrýtin. Stundum allt of frökk og ýtin. Auðvitað er ég auðtrúa. Böstuð ef ég er að ljúga. Rosa finnst mér gaman að sofa hjá. Milli stráka flakka til og frá. Ég er oft svo löt að taka til. Vildi að einhver tæki til eftir mig. Sálfræðingurinn segir ég sé okei. Þerapistinn minn segir ég sé okei. Sponsorinn minn segir ég sé okei. Vinir mínir segja ég sé okei. (hún er ekki okei.) Segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Ekki segja ég sé okei. Ekki segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Ég er ekki okei, ekki okei, er ég okei? Segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Segja ég sé okei. Segja ég sé okei.
9.
Rekinn 02:15
Þú heldur kannski að þú hafir skaðað mig. Það gæti verið en ég nenni ekki að hata þig. Ekki af því að þú eigir það ekki skilið. Ég pæli bara aldrei í þér undanfarið. Ég frétti að þú hefðir verið rekinn og að þér finndist þú ansi illa leikinn. Svo vildirðu fá mig með þér í lið og gerðir allt svo rangt svo vont og flókið. Hvað viltu að ég geri? Ljúgi fyrir þig? Það sem ég er að segja er að þú mátt fokka þér. Aldrei hugsa að ég geti bjargað þér. Þú mátt eiga alla þína skömm fyrir mér. En samt vona ég að einhver hjálpi þér. En samt vona ég að einhver hjálpi þér.
10.
Myndirnar minna á þig, minna mig á minningar um þig. Er þú komst, er þú fórst. Er þú kaust hana fram yfir mig. Og hún elskar þig miklu meira en ég elskaði þig og ég sé á ný ást okkar er fyrir bí. Súrsætar minningar leita á mig er ég horfi á þig. En ég veit og þú líka það er ekkert í þær að sækja. Og hún elskar þig miklu meira en ég elskaði þig og ég sé á ný ást okkar er fyrir bí. Líkami minn og þinn leita í sömu hjólförin. Reynum að hemja það, reynum að særa ekki hvort annað. Og hún elskar þig miklu meira en ég elskaði þig og ég sé á ný ást okkar er fyrir bí.

credits

released October 7, 2022

All songs performed by Brynhildur Karlsdóttir and Friðrik Margrétar Guðmundsson. Drums on '1': Valgeir Skorri Vernharðsson

All song written by Brynhildur Karlsdóttir and Friðrik Margrétar Guðmundsson expect: '1' written by Brynhildur Karlsdóttir, Friðrik Margrétar Guðmundsson and Örn Gauti Jóhannsson. '7' written by Brynhildur Karlsdóttir, Friðrik Margrétar Guðmundsson and Curver Thoroddsen.

All songs produced by Friðrik Margrétar Guðmundsson

All tracks mixed by Árni Hjörvar except: '1' mixed by Hafsteinn Þráinsson and '6-8' mixed by Friðrik Margrétar Guðmundsson

Mastered by Curver Thoroddsen

license

all rights reserved

tags

about

Kvikindi Reykjavík, Iceland

Kvikindi is a dance punk group from Reykjavík.

Formed by punk princess Brynhildur Karlsdóttir and contemporary composer Friðrik Margrétar in 2019 the band was later joined by drummer Valgeir Skorri from Mammút and Celebs. ... more

contact / help

Contact Kvikindi

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Kvikindi, you may also like: